20. fundur
utanríkismálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, mánudaginn 12. febrúar 2024 kl. 09:35


Mætt:

Diljá Mist Einarsdóttir (DME) formaður, kl. 09:35
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 09:35
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:53
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:35
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:35
Magnús Árni Skjöld Magnússon (MagnM) fyrir Loga Einarsson (LE), kl. 10:16

Birgir Þórarinsson, Bjarni Jónsson, Logi Einarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorgerður Katrín Gunnlaugsdóttir voru fjarverandi.

Magnús Árni Skjöld Magnússon vék af fundi 10:18.

Nefndarritarar:
Eggert Ólafsson
Stígur Stefánsson

2032. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Gullhúðun EES-gerða Kl. 09:35
Gestur fundarins var Margrét Einarsdóttir, prófessor. Hún fór yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

2) 558. mál - fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Moldóvu Kl. 10:16
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu: Diljá Mist Einarsdóttir, form., Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, frsm., Jakob Frímann Magnússon, Jón Gunnarsson og Magnús Árni Skjöld Magnússon. Gísli Rafn Ólafsson, áheyrnarfulltrúi, lýsti sig samþykkan álitinu.

3) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2023/606 frá 15. mars 2023 um breytingu á reglugerð (ESB) 2015/760 að því er varðar kröfur um fjárfestingarstefnu og rekstrarskilyrði evrópskra langtímafjárfestingarsjóða og gildissvið hæfra fjárfestingareigna, kr Kl. 10:18
Dagskrárliðnum var frestað.

4) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2033 frá 27. nóvember 2019 um varfærniskröfur fyrir verðbréfafyrirtæki og breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 1093/2010, (ESB) nr. 575/2013, (ESB) nr. 600/2014 og (ESB) nr. 806/2014. Kl. 10:18
Dagskrárliðnum var frestað.

5) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2034 frá 27. nóvember 2019 um varfærniseftirlit með verðbréfafyrirtækjum og breytingu á tilskipunum 2002/87/EB, 2009/65/EB, 2011/61/ESB, 2013/36/ESB, 2014/59/ESB og 2014/65/ESB. Kl. 10:18
Dagskrárliðnum var frestað.

6) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/558 um breytingar á reglugerð (ESB) 575/2013 að því er varðar aðlögun á rammanum um verðbréfun til að styðja við efnahagslegar endurbætur til að bregðast við COVID-19 hættuástandinu. Kl. 10:18
Dagskrárliðnum var frestað.

7) Fundargerð Kl. 10:18
Dagskrárliðnum var frestað.

8) Önnur mál Kl. 10:18
Rætt var um alþjóðastarf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:30